Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,2% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Vísitalan, reiknuð um miðjan nóvember 2014, er 120,8 stig (desember 2009=100) samanborið við 120,6 stig á sama tíma fyrir mánuði síðan. Verð á innlendu efni hækkaði um 0,3% (áhrif á vísitölu 0,1%) og innflutt efni ásamt vélum, flutningum og orkunotkun hækkaði um 0,6% (0,1%). Vísitalan gildir í desember 2014.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,3%.