*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 20. maí 2016 14:07

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 7,0% á síðustu tólf mánuðum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan maí er 131,8 stig sem, er 0,7% hækkun frá fyrri mánuði, þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands í dag.  

Verð á vélum, flutningi og orkunotkun hækkaði jafnframt um 8,9% frá síðasta mánuði.

Vísitala byggingarkostnaðar hefur þannig hækkað um 7,0% á síðustu tólf mánuðum ef marka má rannsóknir Hagstofunnar.