Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,7% í maímánuði samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands. Vísitalan mældist 107,4 stig í maímánuði en 106,7 í apríl. Í maí í fyrra mældist vísitalan 102,1 stig og er tólf mánaða hækkun hennar því 5,2%. Á ársgrundvelli jafngildir hækkunin í maí 8,5%. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 6,5%.

Vísitölu byggingarkostnaðar er ætlað að sýna breytingar á kostnaði við byggingu 18 íbúða fjölbýlishúss á höfuðborgarsvæðinu.