Vísitala byggingarkostnaðar var 118,2 stig um miðjan maí og lækkaði um 0,3% frá sama tíma í apríl, að því er kemur fram á vef Hagstofunnar. Verð á innfluttu efni lækkaði um 1,0% sem skýrir lækkun vísitölunnar.

Á síðustu sex mánuðum hefur vísitalan hækkað um 4,7%, en undanfarna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,8%.