Vísitala byggingarkostnaðar stendur nú í 131,6 stigum, en það er 0,2% lækkun milli mánaða. Vísitalan gildir í ágúst 2016 og má aðallega rekja til 1,3% lækkunar innflutts efnis milli mánaða.

Vísitalan stóð í 127,9 stigum fyrir tólf mánuðum, og hefur því hækkað um 2,9%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.