*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 20. september 2016 09:39

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 0,3% milli mánaða.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Vísitala byggingarkostnaðar sem reiknuð var um miðjan september 2016 er 131,2 stig sem er 0,3% lækkun milli mánaða. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 2,6%.

Lækkunin milli mánaða skýrist af 0,6% lækkunar á innfluttu efni frá síðasta, það hafði 0,1% áhrif á vísitölu byggingarkostnaðar. Einnig varð lækkun á vinnuliðum um 0,5% milli mánaða og hafði það 0,2% áhrif á lækkun vísitölunnar.

Vísitalan gildir í október 2016.