Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan janúar 2019 er 142,1 stig og stendur í stað frá fyrri mánuði. Innlent efni hækkaði um 0,3% (áhrif á vísitölu 0,1%). Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar .

Innflutt efni lækkaði um 0,5% (áhrif á vísitölu 0,1%). Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,7%. Vísitalan gildir í febrúar 2019.