Vísitala framleiðsluverðs í maí 2011 var 216,9 stig og hækkaði um 1,6% frá apríl 2011. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 249,3 stig, sem er hækkun um 0,8% frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 270,7 stig, hækkaði um 4,6%. Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,3% og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 3,7%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands

Frystihús Samherja á Dalvík
Frystihús Samherja á Dalvík
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)
Þá hækkaði vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands um 0,5% milli mánaða en vísitala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um 1,9%.

Miðað við maí 2010 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,3% en verðvísitala sjávarafurða um 11,4%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 2,5% en matvælaverð hefur hækkað um 4,9%.