Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,5% milli mars og apríl 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Sjávarafurðir hækkuðu um 1,3%, annar iðnaður hækkaði um 0,6%, afurðir stóriðju hækkuðu um 0,3% og matvæli lækkuðu um 0,2%.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 10,2% frá apríl 2018 til apríl 2019. Þar af hækkuðu sjávarafurðir um 16,2%, afurðir stóriðju hækkuðu um 10%, annar iðnaður hækkaði um 9,1% og matvæli hækkuðu um 4,1% á sama tíma.

Útfluttar afurðir hækkuðu um 13,8% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands hækkaði um 4,1%.