Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,1% á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Vísitalan hækkaði um 12,8% á milli ára. Vísitala sjávarafurða hækkaði um 1,8%. Á móti lækkaði vísitala fyrir stóriðju um 4,5%. Þá lækkaði vísitalan fyrir matvæli um 0,7%. Vísitala fyrir annan iðnað hækkaði á móti um 0,9%.

Í upplýsingum Hagstofunnar kemur fram að vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands stóðu nánast í stað.