Vísitala framleiðsluverðs í júní var 153,0 stig og hækkaði um 3,7% frá því í maí.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 173,3 stig og hækkaði um 7,4% milli mánaða. Vísitala fyrir stóriðju var 195,1 stig og hækkaði um 3,4% milli mánaða.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir matvæli hækkaði um 0,2% milli mánaða og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 1,4% milli mánaða.

Vísitala fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,4% á meðan vísitala fyrir útflutningsafurðir hækkaði um 5,6%.

Vísitala framleiðsluverðs hefur hækkað um 29,5% frá því í júní 2007. Vísitala sjávarafurða hefur á sama tíma hækkað um 44,7%.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.