Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2007 er 125,8 stig og hækkar um 0,9% frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Frá janúar 2006 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 22,4%, þar af 28,6% fyrir sjávarafurðir, 42,0% fyrir stóriðju og 7,1% fyrir matvælaframleiðslu.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir er 130,8 stig og hækkar um 0,4% (vísitöluáhrif 0,1%) og vísitala framleiðsluverðs fyrir stóriðju er 157,7 stig, hækkar um 4,1% (0,7%). Fyrir matvæli er vísitalan 108,0 stig og hækkar um 0,7% (0,1%) en vísitala fyrir annan iðnað er 113,1 stig, lækkar um 0,4% (-0,1%) frá desember.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands er 109,0 stig og hækkar um 0,2% milli mánaða (0,1%) en fyrir útfluttar afurðir 136,1 stig sem er hækkun um 1,3% (0,8%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir útfluttar afurðir, að sjávarafurðum undanskildum, er 145,4 stig og hækkar um 2,7% (0,7%) en vísitala fyrir útfluttar afurðir án sjávarafurða og stóriðju er 121,6 stig og lækkar um 0,7% (-0,1%).