Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,4% á milli júní og júlí. Í júlí mánuði stóð vísitalan í 156,7 stigum.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 172,7 stig, sem er lækkun um 0,3% (vísitöluáhrif -0,1%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 198,8 stig, hækkaði um 1,9% (0,5%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,4% frá júní (0,1%) og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 8,1% (2,0%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 3,1% (1,1%) milli mánaða en fyrir útfluttar afurðir hækkaði hún um 2,0% (1,3%).

Vísitalan hefur hækkað um 35,7% á einu ári, eða frá júlí 2007. Verðvísitala sjávarafurða hefur hækkað um 44,3% á þeim tíma og afurðir stóriðju um hvorki meira né minna en 48,3%. Á sama tíma hefur matvælaverð hækkað um 14,4%.