Vísitala framleiðsluverðs í desember 2008 var 183,0 stig og lækkaði um 7,1% frá nóvember. Þá hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 53,2% milli ára.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Nánar tiltekið er vísitalan framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir 232,5 stig, sem er lækkun um 6,4% (vísitöluáhrif -2,0%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 207,5 stig, lækkaði um 18,5% (-5,4%).

Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 2,8% frá nóvember (0,4%) og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 0,6% (-0,1%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 2,1% (0,7%) milli mánaða en fyrir útfluttar afurðir lækkaði hún um 11,7% (-7,8%).

Verðvísitala sjávarafurða hefur hækkað um 77,3% frá desember 2007. Á sama tíma hafa afurðir stóriðju hækkað um 56,8% en matvælaverð um 25,7%.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.