Vísitalan íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði var 313,1 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

?Þetta er nokkru minni hækkun en í mánuðinum á undan en þá nam hækkunin 2,4%. Verð á sérbýli hækkaði um 1,4% í mánuðinum en verð á fjölbýli hækkaði aðeins um 0,3%.

Hækkun vísitölunnar síðastliðna 12 mánuði nemur 10,5%; 12,1% á sérbýli og 9,9% á eignum í fjölbýli. Vísitölugildið hefur aldrei mælst hærra en nú í september og hefur það hækkað um 56,5% síðan í ágúst 2004 þegar vísitölugildið stóð í 200," segir greiningardeildin.