Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% á milli mánaða í mars, segir greiningardeild Landsbankans.

Ástæða þess er að fjölbýli hækkaði um 2,4% á milli mánaða. Allar fasteignir hækkuðu þó ekki og lækkaði sérbýli um 0,3% á milli mánaða. Það er mikill viðsnúningur frá febrúar mánuði en þá nam hækkun sérbýlis 9,5%.

?Varast ber þó að oftúlka mánaðarlegar breytingar á vísitölu fasteignaverðs þar sem flökt á milli mánaða getur verið umtalsvert," segir greiningardeild Landsbankans.

12 mánaða hækkun fasteignaverðs nemur nú 20,9% en það hefur smám saman dregið úr hækkunum frá því að þær náðu hámarki í ágúst á síðasta ári.