Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 624,1 stig í maí 2019 og hækkar um 0,3% á milli mánaða. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár .

Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,2%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 0,7% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 3,8%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.