Vísitala kaupmáttar launa hefur hækkað um 8,5% á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Ísland. Í september 2016 hækkaði kaupmáttur launa um 0,1% og stendur í 137,2 stigum.

Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs. „Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. Hafa þarf í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna,“ segir í frétt Hagstofunnar um málið.

Launavísitalan

Launavísitala sem er ólík vísitala kaupmáttar, þar sem að hún byggir á gögnum úr launarannsóknum Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma, hækkaði um 10,5% á síðastliðnum tólf mánuðum.

Launavísitalan hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði og stendur nú í 586,7 stigum.