Vísitala launa hækkaði um 0,1% á milli mánaða í ágúst og hefur hún samkvæmt því hækkað um 5,9% á síðastliðnum 12 mánuðum, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Þá hækkaði vísitala kaupmáttar launa í ágúst um 0,2% á milli mánaða og nemur tólf mánaða hækkun hennar 1,7%. Kaupmáttaraukningin er í minni kantinum ef horft er til þróunarinnar á tólf mánaða tímabili upp á síðkastið. Aukningin hefur legið frá 2-5,3% síðastliðin tvö ár. Ótalin eru hins vegar þróunin frá byrjun árs 2008 og fram að sumarbyrjun 2010 þegar verulega dró úr kaupmætti í kjölfar banka- og gengishrunsins.

Á grafinu hér að neðan má sjá þróun vísitalna launa og kaupmáttar síðastliðið ár.

Heimild: Hagstofan