Vísitala launa hækkaði um 0,3% í ágúst frá mánuðinum á undan og hefur hækkað um 7,7% síðustu tólf mánuði.

Vísitala kaupmáttar launa lækkaði hins vegar um 0,2% frá júlímánuði, en hefur hækkað um 5,4% frá því í ágúst í fyrra. Kemur þetta fram í tölum Hagstofunnar. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,4%.

Vísitala launa hækkaði mest í júní og júlí, en í júní nam hækkunin 2,3% frá mánuðinum á undan og í júlí hækkaði vísitalan um 1,1%.

Í vísitölunni gætir áhrifa úrskurðar gerðardóms um launahækkanir fyrir félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og 18 stéttarfélögum í Bandalagi háskólamanna.

Athugasemd: Upphaflega var ranglega sagt að vísitala launa hafi hækkað um 15,9% á þremur mánuðum. Það var leiðrétt eftir ábendingu