Vísitala launa er 123,6 stig á fjórða ársfjórðungi 2007 og hækkaði um 1,5% frá fyrri ársfjórðungi.  Vísitala launa á almennum vinnumarkaði hækkaði um 1,8% á sama tímabili og vísitala launa fyrir opinbera starfsmenn um 0,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Árshækkun vísitölu launa var 8,4% á fjórða ársfjórðungi 2007, 9,2% á almennum vinnumarkaði og 6,7% hjá opinberum starfsmönnum.

Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt

Ársfjórðungshækkun reglulegra launa var mest hjá sérfræðingum, 2,3% en minnst hjá stjórnendum, 1,1%.

Regluleg laun skrifstofufólks hækkuðu mest frá fjórða ársfjórðungi 2006 eða um 12,4% en regluleg laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, 7,8%.

Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir atvinnugrein

Ársfjórðungshækkun reglulegra launa var mest í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J), 2,4% en minnst var hækkunin í samgöngum og flutningum (I), 1,2%.

Frá fjórða ársfjórðungi 2006 hækkuðu regluleg laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J) mest eða um 15,1% en minnst var hækkunin í iðnaði (D), 6,8%.