Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 123,9 stig í júní 2013 og hækkar um 0,9% frá maímánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 9,1%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Kemur þetta fram á vef Þjóðskrár

Þar eru einnig teknar saman upplýsingar um leiguverð eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í júní 2013.

Kemur þar m.a. fram að dýrustu leiguíbúðirnar eru stúdíóíbúðir í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi, þar sem meðalverð er 2.611 króna á fermetrann, en ódýrustu leiguíbúðirnar eru þriggja herbergja íbúðir á Vestfjörðum þar sem meðalverðið er 645 krónur á fermetrann. Almennt hækkar fermetraverðið eftir því sem íbúðirnar eru smærri. Þannig er fermetraverð á 4-5 herbergja íbúð í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi 1.429 krónur, eða tæplega 1.200 krónum lægra en á stúdíóíbúð í sömu hverfum.