*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 20. október 2014 11:23

Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 6,7% á tólf mánuðum

Leiguverð er hæst í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 138,57 stig í september 2014 og hækkar um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 3,6% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 6,7%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, að því er kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.

Leiguverð á fermetra er hæst í stúdíóíbúðum í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi, eða 3.016 krónur að meðaltali. Er það svæði dýrast í öllum flokkum íbúða, en þar er meðalleigurverð á fermetra 2.458 krónur í tveggja herbergja íbúðum, 2.067 krónur í þriggja herbergja íbúðum og 1.988 í fjögurra til fimm herbergja íbúðum.

Stikkorð: Leiguverð Íbúðir