Vísitala neysluverðs í maí hækkaði um 0,94% frá aprílmánuði. Tólf mánaða hækkun til maí 2011 var 3,4% en breytingin undanfarna þrjá mánuði jafngildir 11,2% ársverðbólgu. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar.

Samræmd neysluverðsvísitala EES á Íslandi í apríl hækkaði um 1,09% frá fyrra mánuði og hækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði í EES-ríkjunum. Árshækkun til maí á samræmdu vísitölunni var 3,1% og um 3,2% að meðaltali í EES-ríkjunum.

Ef húsnæði er ekki tekið með í vístöluna er hækkunin milli apríl og maí 0,73% og árshækkunin  3,1%. Þá er ársverðbólgan 10,3%.