Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst 2014 er 423,1 stig og hækkaði um 0,24% frá fyrri mánuði. Sé húsnæði ekki tekið með í reikninginn er vísitalan 397,4 stig og hækkaði því um 0,18% síðan í júlí. Verð á fötum og skóm hækkaði um 7,9% og flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,2%.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% og vísitala án húsnæðis hækkað um 1,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,7% verðbólgu á ári.