Visitala neysluverðs miðað við verðlag í júní 2014 er 422,8 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrri mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar . Ef húsnæði er ekki tekið með í reikninginn er vísitalan 397,6 stig og hækkaði um 0,48% frá því í maí. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 12,2% milli mánaða og eru vísitöluáhrifin af því 0,19%.

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,7% sem jafngildir 3,0% verðbólgu á ári.