Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2017 er 436,5 stig og lækkar um 0,57% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 388 stig og lækkaði hún um 1,2% frá desember 2016. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands .

Vetrarútsölur höfðu veigamikil áhrif og lækkaði verð á fötum og skóm um 10%, áhrif á vísitölu -0,42%. Einnig lækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 10,3%, -0,15% áhrif á vísitöluna.

Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði, eða reiknuð húsaleiga, hækkaði um 1,3% og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,8% milli mánaða.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 0,9%.