Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21% í mars sem er minna en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Spá Greiningar Íslandsbanka gerði ráð fyrir 0,4% hækkun og spár þeirra aðila sem opinberlega spá fyrir um vísitöluna lágu á bilinu 0,3% til 0,4% hækkun. Spáskekkjan þeirra stafar einkum af minni áhrifum vegna útsöluloka en reiknað var með og meiri áhrifum vegna verðstríðsins svokallaða á matvörumarkaði en reiknað hafði verið með. Þá voru gerðar breytingar á grunni vísitölunnar sem höfðu 0,1% áhrif til lækkunar vísitölunnar.

Húsnæðisverð hækkaði áfram umtalsverð líkt og reikna mátti með eða um 3,8% samkvæmt vísitölunni. Eldsneytisverð var hækkað og lækkað á víxl en hafði að lokum óveruleg áhrif á vísitölumælinguna.