Vísitala neysluverðs í nóvember 2004 er 237,9 stig og hækkar um 0,21% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,8 stig, óbreytt frá því í október. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,2% (vísitöluáhrif 0,15%) en verð á bensíni og olíu lækkaði um 2,2% (-0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,7% verðbólgu á ári (4,5% án húsnæðis).