Vísitala neysluverðs í maí 2007 hækkar um 0,86% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,82% frá apríl. Verðbólga hækkar umfram væntingar á milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga dregst nú saman og er 4,7% í stað 5,3%.

Mest munar um aukin kostnað vegna eigin húsnæðis sem hækaði um 1%  aðallega vegna hækkunar á markaðsverði. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,3%  og verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,1%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,1% síðastliðna 12 mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,6% verðbólgu á ári