Vísitala neysluverðs í júní hækkaði um 1,16% á milli mánaða og er vísitalan nú 261,9 stig, segir í frétt frá Hagstofu Íslands.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 242 stig og hækkaði um 1% frá því í maí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8% sem jafngildir 16,1% verðbólgu á ári, eða 15,2% án húsnæðis.

Hagstofan segir að verð á mat- og drykkjarvörum hafi hækkað um 3,7% (vísitöluáhrif 0,48%). Viðhaldsliður eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs hækkaði um 7,1% (0,20%), og verð á eigin húsnæði um 0,9% (0,16%) þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,10% en af hækkun vaxta 0,06%.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,4% (-0,17%).