Vísitala neysluverð í apríl hækkaði um 0,45% og var hækkunin nokkuð meiri en spár greiningaaðila. Þannig hafði IFS greining spáð 0,1% hækkun. Um leið hækkaði vísitalan töluvert umfram væntingar en markaðasaðilar spáðu að vísitalan lægi á bilinu -0,3% til 0,3%.

12 mánaða verðbólga lækkar úr 15,2% niður í 11,9% en mikil hækkun var á vísitölu neysluverðs í apríl í fyrra. Þrátt fyrir að verðbólgumælingin nú sé nokkuð umfram væntingar lækkar 3 mánaða verðbólga úr 1,9% niður í 1,4%.

Að sögn Snorra Jakobssonar, sérfræðings hjá IFS greiningu, er skýring á fráviki mælingarinnar frá þeirra spá sú að þeir gerðu ráð fyrir nærri 4% (-0,64%) lækkun á kostnaði vegna eigin húsnæðis en kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 1,6% (-0,23%).

Athygli vekur hvernig mikil lækkun fasteignaverðs í apríl kemur inn í mælinguna en hún lækkaði um 3,5%. Hlutfall makaskipta er hátt og svo virðist sem Hagstofan taki meira tillit til þess að þessu sinni en til dæmis Fasteignaskrá ríkisins.