Vísitala neysluverðs á evrusvæðinu lækkaði óvænt í október í 1,6%, en hún var 1,7% í september, samkvæmt upplýsingum Eurostat, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð að vísitalan yrði áfram í 1,7%, en vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2004.

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópusambandsins er nálægt, en ekki undir 2% og verður því erfitt að réttlæta frekari stýrivaxtahækkanir. Stýrivextir bankans eru nú 3,25%, en bankinn hefur hækkað stýrivexti fimm sinnum síðan í desember 2005, en þá voru stýrivextir 2%.

Næsta stýrivaxtaákvörðun er í dag og telja flestir greiningaraðilar að vextir verði óbreyttir, en að þeir verði hækkaðir í 3,5% í desember.