Aðalvísitala hlutabréfa í norsku kauphöllinni rauf 500 stiga múrinn á föstudag í síðustu viku og lækkaði ekki fyrr en í gærmorgun. Annað eins hefur ekki sést síðan í júní og júlí árið 2007 þegar vísitalan náði 526 stigum. Norska dagblaðið Aftenposten hafði eftir Per Eikrem, forstjóra norsku kauphallarinnar, í gær að samstarfsfélagar hans hafi beðið spenntir eftir því að vísitalan fari aftur í sömu hæðir og fyrir sex árum.

Eikrem bætir því við að hækkunin geti haft jákvæð sálræn áhrif á markaðinn.