Í ágúst hækkaði markaðsvísitala Gamma um 3,5% og nam meðaltalsveltan 8,5 milljörðum.

Ríkistryggða skuldabréfavísitalan hækkaði um 3,8% í mánuðinum, lækkaði vísitala fyrirtækjaskuldabréfa um 1,5% og hlutabréfavísitala Gamma hækkaði einnig um 3,5%.

Markaðsverðmæti hlutabréfavísitölu hækkar um 25 milljarða

Markaðsverðmæti markaðsvísitölunnar hækkaði um 48 milljarða og er hún 2.402 milljarður.

Meðaldagsvelta hlutabréfavísitölu Gamma nam 2,3 milljörðum, og hækkaði markaðsverðmæti vísitölunnar um 25 milljarða í mánuðinum og er hún nú 729 milljarðar.

1.420 milljarða markaðsverðmæti skuldabréfa

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 3,8% í ágúst og meðal dagsveltan nam 6,4. Hækkaði markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni um 14 milljarða og er það nú 1.420 milljarðar. Hækkaði líftími vísitölunnar um 0,4 ár og er hann nú 8,0 ár.

Meðaldagsvelta fyrirtækjaskuldabréfa nam 427 milljónum og hækkaði vísitala fyrirtækjaskuldabréfa um 1,5% í ágúst. Hækkaði þar af sértryggða vísitala Gamma um 1,6% í mánuðinum og man meðaldagsveltan 356 milljónum.

Í mánuðinum hækkaði markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni um 6 milljarða og er hann 253 milljarðar. Lækkaði líftími vísitölunnar um 0,1 ár og er hann nú 7,1 ár. Er líftími sértryggðu vísitölunnar 5,7 ár og verðtryggingarhlutfallið er 68,3%.