Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í dag. Hækkunin var leidd af fyrirtækjum í efnaiðnaði, bílaframleiðendum og fyrirtækjum í tæknigeiranum. BASF, PSA Peugeot Citroen og Nokia hækkuðu öll.

Farsímaframleiðandinn Ericsson reiknar með að sala á farsímum dragist saman á fjórða ársfjórðungi og verði við lægri mörk fyrri áætlana.

Dow Jones Stoxx 600 hækkaði um 1,25, CAC 40 um 1,4%, IBEX 35 um 1% og Dax um 1,6% samkvæmt upplýsingum á Bloomberg.com.