Allar helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu hafa hækkað í morgun og er það rakið til þess að hagvöxtur í Kína var minni á fjórða ársfjórðungi en síðustu tíu fjórðunga þar á undan. Þykir það auka líkur á því að kínverski seðlabankinn dragi úr hömlum á útlánum.

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,05% í Tókýó í dag, í Sydney nam hækkunin 1,35% og í Hong Kong nemur hækkunin 2,40%.