Á sama tíma og eldrauður litur gengislækkunar á markaði litar allar tölur í Kauphöll Íslands þá er uppsveiflan enn í gangi á markaði í Bandaríkjunum en helstu hlutabréfavísitölur þar í landi hafa verið að ná hæstu hæðum upp á síðkastið. Bloomberg-fréttaveitan segir gengishækkunina skýrast af ágætum uppgjörum skráðra fyrirtækja sem hafi vegið upp á móti minni væntingum neytenda og vísbendinga um hægari hagvöxt en vænst var.

Sem dæmi um einstök félög þá hækkaði gengi hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla Motors um 18% í dag.

S&P 500-hlutabréfavísitalan sem sló sögulegt met í gær, hefur það sem af er degi hækkaði um 0,1% en aðrar vísitölur ruggað beggja vegna við núllið.