Flestar vísitölur voru rauðar í Evrópu í dag. Á fréttavef Dow Jones segir að verð á hlutabréfum í verktakafyrirtækjum og bönkum á markaði í Evrópu hafi lækkað vegna orðróms um að Citicorp yrði að afskrifa tap upp á 11 milljarða Bandaríkjadali.

Verð á mörkuðum í London lækkuðu í dag vegna vaxandi áhyggja af stöðu lánamála. Bankar lækkuðu mikið og auk þess sem verð á Sainsbury féll um 1/5 eftir að fjárfestingafélagið Qatar Delta two dró tilboð sitt í verslunarkeðjuna tilbaka. Lækkun Sainsbury er sögð helsta ástæða þess að FTSE 100 vísitalan lækkaði um 1,1% í London í dag.

Auk þessa lækkaði Tesco, stærsta matvörukeðja Bretlandseyja, í verði um 1,5%. Barclays-banki lækkaði um 3%, Allianc & Leicester um 4% og Royal Bank of Scotland um 2,4%.