Þrjár aðalvísitölur Wall Street hafa náð nýjum hæðum í dag. Hækkanir sem tengjast kjöri Donald Trump halda nú áfram, en helstu vísitölur hafa hækkað talsvert síðan Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna 8. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í greiningu Reuters Finance .

Dow Jones vísitalan, Nasdaq vísitlan og Russell 2000 vísitalan hafa aldrei verið hærri og hækka enn. „Hækkanirnar eru almennar og tengjast ekki bara einu sviði markaðarins sem er jákvætt,“ er haft eftir Robert Pavlik markaðssérfræðingi hjá Boston Private Wealth í frétt Reuters.

  • Nasdaq vísitalan hefur hækkað um 0,89% það sem af er degi.
  • Dow vísitalan hefur einnig hækkað um 0,47%.