Á þeim sex viðskiptadögum sem liðnir eru frá mánaðamótum hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 1,24%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Á tímabilinu 2. apríl til 9. apríl nam velta á hlutabréfamarkaði tæpum 5,5 milljörðum króna.

Á sama tímabili hefur skuldabréfavísitala GAMMA lækkað um 0,75%. Verðtryggði hluti hennar hefur lækkað um 1,06% en sá óverðtryggði um 0,09%.