Kaupstefnan Rekstur 2004 hófst í gær en hún fer fram í Fífunni í Kópavogi. Viðskiptaþátturinn er á staðnum og mun senda út frá sýningarsvæðinu tvisvar sinnum í dag, fyrst á milli 13 og 14 og síðan á hefðbundnum tíma milli 16 og 17. Rætt verður við stjórnendur fjölda fyrirtækja sem eru að kynna nýjar lausnir sem nýtast við að ná betri árangri í rekstri fyrirtækja.

Kaupstefnan Rekstur 2004 er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en þar kynna um 70 fyrirtæki rekstrarvörur sínar og þjónustu á 4000 fermetra sýningarsvæði. Einnig verður boðið upp á fjölda fyrirlestra og námskeiða þar sem valinkunnir einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi miðla af reynslu sinni. Í dag mun stíga á stokk, Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvíkur, Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, og Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa.

Viðskiptaþátturinn er sendur út á milli kl. 16 og 17 á daginn og endurfluttur kl. eitt eftir miðnætti á Útvarpi Sögu FM 99,4.