Viðskiptadeild HR í samstarf við SH, SÍF og LÍÚ um nám í sjávarútvegsfræðum Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík skrifaði nýlega undir samstarfssamning við SH, SÍF og LÍÚ um nám í sjávarútvegsfræðum, sem nemur um þremur milljónum króna.

Um er að ræða námskeið sem ætlað er nemendum á lokaári í viðskiptadeild. Efnistök miðuð við að nemendur fái víðtæka sýn á atvinnugreinina og tækifæri í framtíðinni. Meðal annars er fjallað um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, fiskveiðar, vinnslu sjávarafurða, sölu- og markaðssetningu og alþjóðavæðingu greinarinnar.

"Við erum mjög ánægð með að geta boðið stúdentum okkar upp á námskeið af þessu tagi, enda er gríðarlega mikilvægt að efla vitund og skilning á viðskiptahlið sjávarútvegs," segir Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar. "Þar að auki fáum við tækifæri til að leggja okkar af mörkum til þess að stuðla að framþróun í greininni."

Á liðnu haustmisseri var námskeiðið kennt í þriðja skipti og hefur aðsókn nemenda verið mjög góð öll árin.