*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. desember 2004 16:39

Viðskiptafulltrúi tekur til starfa í Póllandi

Ritstjórn

Nýverið tók til starfa sérstakur viðskiptaráðgjafi Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í Póllandi, Rafal Bernatowski. Pólland er um 40 milljón manna markaður sem býr við ört vaxandi hagsæld og er fjölmennast þeirra landa sem gengu í Evrópusambandið sl. vor. Margir hafa trú á að markaðurinn búi yfir miklum tækifærum til framtíðar og fyrirtæki sjá sér hag í að skoða pólska markaðinn á meðan hann er enn í þróun og vaxa með
honum.