Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði í júní, sem skýrist af auknum útflutningi til efnahagssvæða sem eru í uppvexti og er aukningin talin vega á móti hækkandi olíuverði, segir í frétt Dow Jones.

Tap vegna alþjóðlegra viðskipta minnkaði um 0,3% eða úr 64,97 milljörðum bandaríkjadala (4,61 billjón króna)í 64,8 milljarð bandaríkjadala (4,6 billjónir króna).

Þá fjölgaði umsóknum um atvinnuleysisbætur um 7.000 í síðustu viku.