Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 69,86 milljörðum Bandaríkjadala (4.800 milljörðum króna) í ágúst, sem er 2,7% hækkun frá því í júlí, en þá var hann 68 milljarðar dala (4.670 milljarðar króna,) segir í frétt Dow Jones.

Viðskiptahallinn hefur aldrei verið meiri, en hækkandi olíuverð og aukin eftirspurn eftir innfluttri vöru er talin ástæða þess.

Greiningaraðilar höfðu spáð að meiri útflutningur yrði á tímabilinu og höfðu því spáð að viðskiptahallinn myndi minnka niður í 66,8 milljarða dala, segir í fréttinni.