Að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra er vaxandi viðskiptahalli áhyggjuefni. Á síðasta ári er hann talinn hafa numið 70 milljörðum króna eða 8% af landsframleiðslu. Útflutningur jókst um 12% á árinu 2004, en hann hafði nánast staðið í stað á árinu 2003. Sterk króna, mikil einkaneysla og aukið umfang stóriðjuframkvæmda birtist í umtalsverðum vexti innflutnings á árinu segði hann í ræðu sinni á aðalfundi bankans.

Vöruinnflutningur var 23% meiri að raungildi en árið áður, og var það
mestur vöxtur frá árinu 1998. Rekja má u.þ.b. þriðjung viðskiptahallans
til stóriðjuframkvæmda. Spáð er enn meiri viðskiptahalla á
þessu ári, en jafnframt að í ár muni hann ná hámarki.