Vöruskiptahalli Bandaríkjanna jókst um 10,4% í marsmánuði og hefur nú ekki verið hærri í sex mánuði, en hækkandi hráolíuverð náði ekki að koma í veg fyrir aukningu eftirspurnar í Bandaríkjunum.

Hallinn nemur nú um fjögur þúsund milljörðum króna, en hann var 3.700 milljarðar í febrúarmánuði. Greiningaraðilar spáðu því að hallinn næmi 3.800 milljörðum króna