Hagstofa Íslands hefur birt endurskoðaðar tölur fyrir utanríkisviðskiptin fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt þeim er útflutningur í september meiri en áður var talið vegna töluverðs útflutnings flugvéla en upplýsingar um verslun með flugvélar berast Hagstofunni jafnan seint eins og vakin er athygli á í Vegvísi fjármálaráðuneytisins.

Afgangur á vöruskiptum var því meiri í september en áður var talið eða sem nam 7,8 milljörðum króna. Í október var vöruskiptaafgangurinn 10,9 milljarðar kr. en lítil verslun með skip og flugvélar er enn sem komið er skráð í október.