Ytra ójafnvægi hagkerfisins er mikið um þessar mundir. Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi reyndist 31 ma.kr. samanborið við 13 ma.kr. halla á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti á föstudag. Tölur þessar renna stoðum undir spár um að viðskiptahallinn muni í ár ná því að verða hátt nær 12% af landsframleiðslu sem verður að teljast afar mikið bæði sögulega séð og í alþjóðlegu ljósi segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu.

"Þessi mikli halli skapar aukna óvissu um efnahagsframvinduna á næstu misserum en ljóst er að hann mun kalla á gengislækkun krónunnar fyrr eða síðar með tilheyrandi verðbólguþrýstingi og rýrnun kaupmáttar," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.